Wednesday, October 1, 2014

Lýðveldið í Höfn

Verið velkomin á opnun samsýningarinnar Lýðveldið í Höfn, í Jónshúsi, Øster Voldgade 12 í Kaupmannahöfn K. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 11. september kl.16.00. og stendur til 14. október 2014. Listamennirnir eru Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir.

Sýningin er sú fyrsta sem hópurinn efnir til í Kaupmannahöfn. Á undanförnum árum hafa listamennirnir í sameiningu kannað ýmsa króka og kima íslenska lýðveldisins: lækinn, vatnið, fjörðinn, eyrina, planið, fjöruna og strætið. Sýningarhald hópsins spannar átta sýningar í sex sveitarfélögum – en fyrsta sýningin var haldin í Álafosskvosinni á 60 ára afmæli lýðveldisins. Sýningarstaðirnir hafa verið með ævintýralegasta móti: fyrrum ullarverksmiðja, gömul hlaða, yfirgefnar verbúðir, síldarverksmiðja og gamalt verslunar- og samkomuhús.
Nú, 10 árum síðar á 70 ára afmæli lýðveldisins efnir hópurinn til sýningar í Jónshúsi.Sýningarhópurinn hefur gefið út þríþætta sýningarskrá um verkefnið sem styrkt hefur verið af Hlaðvarpanum – Menningarsjóði kvenna á Íslandi, Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar, Menningarráði Vestfjarða, Menningarráði Suðurlands og af Myndstefi.

Sjá: http://www.jonshus.dk/frettir/nr/1033