Wednesday, October 1, 2014

Íslensk listasaga: Fjöllin, fólkið og „ismarnir“Kvöldnámskeið
Myndlistaskólinn í Reykjavík 24.09.14-10.12.14

Á námskeiðinu verður fjallað um myndlist á Íslandi á tímabilinu 1860-1960. Íslensk nútímalistasaga er jafnan talin hefjast með sýningu Þórarins B. Þorlákssonar árið 1900. Í upphafi námskeiðs verður hugað að listiðkun hér á landi fyrir þann tíma og hvernig jarðvegur fyrir íslenska nútímamyndlist skapaðist smám með borgaralegum listhugmyndum, listasöfnum, styttum í opinberu rými, listkennslu, ljósmyndun og listvinafélagi. Fjallað verður um listsköpun frumherjanna og aldamótaskynslóðarinnar í samhengi þjóðfélagshræringa í upphafi 20. aldar og hugað að nýjum kynslóðum listamanna sem síðar komu fram á sjónarsviðið. Hvaða viðfangsefni og miðlar höfðuðu helst til íslenskra myndlistarmanna og  með hvaða hætti birtast áhrif frá liststefnum eins og symbólisma, impressjónisma, síðimpressjónisma, kúbisma og expressjónisma í íslenskum myndlistarverkum? Snerist íslenska listasaga á fyrri hluta 20. aldar meira eða minna um landslagstúlkun eða lágu önnur sjónarmið til grundvallar?  Hvernig var óhlutbundnum verkum eða afstraktmyndlist tekið á Íslandi?

Kennari: Anna Jóa, myndlistarmaður og listgagnrýnandi.

http://myndlistaskolinn.is/efni/islensk_listasaga_fjollin_folkid_og_%E2%80%9Eismarnir%E2%80%9C_207101