Thursday, March 27, 2014

Gestaleiðsögn á Kjarvalsstöðum

Sunnudaginn 30. mars, kl. 15 verð ég með gestaleiðsögn um sýninguna "Úr iðrum jarðar" á Kjarvalsstöðum. Þar mun ég spjalla um nýjustu verk Hildar Ásgeirsdóttur Jónsson sem býr og starfar í Bandaríkjunum. Hildur hefur sýnt reglulega á Íslandi í gegnum tíðina og vakið athygli fyrir verk sem leika á mörkum málaralistarinnar og vefnaðar.

http://www.listasafnreykjavikur.is/desktopdefault.aspx/tabid-2182/3369_read-1917/date-1758/