Tuesday, April 16, 2013

Lýðveldið í strætinu


Á döfinni / Upcoming:


Verið velkomin á opnun samsýningarinnar Lýðveldið í strætinu í SÍM-húsinu, Hafnarstræti 16, fimmtudaginn 6. júní, kl. 17-19. Listamennirnir eru Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir.

Sýningin er sú fyrsta sem hópurinn efnir til í höfuðborginni en á undanförnum árum hafa listamennirnir í sameiningu kannað ýmsa króka og kima lýðveldisins: lækinn,vatnið, fjörðinn, eyrina, planið og fjöruna. Sýningarhald hópsins spannar átta sýningar í sex sveitarfélögum – en fyrsta sýningin var haldin í Álafosskvosinni á 60 ára afmæli lýðveldisins. Sýningarstaðirnir hafa verið með ævintýralegasta móti: fyrrum ullarverksmiðja, heyhlaða, yfirgefnar verbúðir, síldarverksmiðja og gamalt verslunarhús og samkomuhús.

Sýningarhópurinn hefur gefið út þríþætta sýningarskrá um verkefnið sem styrkt hefur verið af Hlaðvarpanum – Menningarsjóði kvenna á Íslandi, Menningarráði Vestfjarða, Menningarráði Suðurlands og af Myndstefi. Sýningin stendur til 25. júní 2013. Opnunartími er alla virka daga kl. 10-16, lokað um helgar.  


Nánari upplýsingar veitir Hlíf Ásgrímsdóttir, sími: 561 9347 / 864 5879, netfang: hlifas@hive.is

English:
Group exhibition of eight artists at the SÍM gallery in Hafnarstræti 16 in central Reykjavík. Opening June 6 2013. Artists: Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir exhibiting their work in this lovely old house house in the city center.