Friday, August 24, 2012

Sófamálverkið

Sófamálverkið í Listasafni Árnesinga
Sófamálverkið
(2001), verk Önnu Jóa og Ólafar Oddgeirsdóttur má nú sjá á sýningunni 
Nautn og notagildi - Myndlist og hönnun á Íslandi sem opnuð var 8. júlí síðastliðinn í Listasafni Árnesinga, Hveragerði, og stendur til 16. september 2012 (framlengd til 30. sept.). 

Sýningin „Sófamálverkið“ var haldin í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í byrjun árs 2001 í tilefni af því að öld var liðin frá því að Þórarinn B. Þorláksson opnaði fyrstu einkasýningu íslenska listamanns á málverkum í Reykjavík. Menningarsamhengi málverksins og tengsl borgar og náttúru var meðal umfjöllunarefna á sýningunni. Verkið var unnið sem þátttökuverk en það samanstóð af fjölda myndskyggna sem teknar voru inni á íslenskum heimilum og af tilvitnunum í ummæli húsráðenda meðan á myndatöku stóð. Verkið var valið til sýningar á EAST International 2002 í Norwich Gallery á Englandi. 

The Sofa Painting (2001) by artists Anna Jóa and Ólöf Oddgeirsdóttir is featured in the exhibition Pleasure and Functionality. Art and Design in Iceland at the LÁ Art Museum, July 8 to September 16 2012. The Sofa Painting has previously been shown in the Reykjavík Art Museum (2001) and at EAST international, Norwich (2002). The work is comprised of 101 photographs taken in Icelandic homes and institutions, depicting the sofa and work of art above it, as well as texts.