Wednesday, May 2, 2012

Útgáfuhóf og örsýning


Lýðveldið: eyrin, planið, fjaran 


Útgáfuhóf og örsýning í Kaffihúsinu Álafossi laugardaginn 3. nóv. kl. 17:00, í tilefni af útgáfu sýningarskrárinnar Lýðveldið – eyrin, planið, fjaran um sýningarhald hóps myndlistarmanna á þremur stöðum á landinu, eða á Þingeyri og Siglufirði árið 2010 og á Stokkseyri árið 2011. Listamennirnir eru Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir. Í tilefni útgáfunnar er efnt til örsýningar á verkum listamannanna í kaffihúsinu 3.-29. nóvember 2012. Opnunartími: alla daga kl. 11-22.Sýningarskráin er sú þriðja og síðasta er hópurinn gefur út um sýningarhald sem spannað hefur sjö sýningar í sex sveitarfélögum á átta ára tímabili – en fyrsta sýningin var haldin í Álafosskvosinni á 60 ára afmæli lýðveldisins. Megináherslur sýningarhópsins felast í því að efna til margháttaðrar samræðu við Lýðveldið Ísland, öðrum þræði með hliðsjón af sögu, menningu og náttúrulegu umhverfi þess staðar sem myndar umgjörð sýningarinnar hverju sinni. Sýningarnar hafa verið settar upp í óhefðbundnu húsnæði með það að markmiði að kanna þá möguleika sem búa í gömlum byggingum með nýju samhengi, þar sem tvinnast saman saga gamalla atvinnuhátta, skapandi starf og viðburðir í samtímanum. Verkefnið var styrkt af Menningarráði Vestfjarða, Menningarráði Suðurlands og af Myndstefi. 

English:

Lýðveldið: eyrin, planið og fjaranA threefold site-specific project evolving around the exploration of ideas about the Icelandic republic in relation to the history and natural environment of the each exhibition site. Former exhibition places include an old barn by lake Mývatn, a former wool factory by Varmá in Mosfellsbær, a deserted dormitory for fish workers in Ingólfsfjörður, a former convenient store in Þingeyri, and the Herring Era Museum, Siglufjörður. Artists: Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Ólöf Oddgeirsdóttir.