Thursday, December 15, 2016

Kvennatími

Út er kominn sýningarbæklingur um sýninguna Kvennatími - Hér og nú þrjátíu árum síðar sem haldin var á Kjarvalsstöðum 12. september - 29. nóvember 2015. Bæklingurinn er gefinn út af Önnu Jóa og Hörpu Björnsdóttur. Útgáfan var styrkt af Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar og Framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

Thursday, October 27, 2016

Um listarinnar höf

Samfara opnun yfirlitssýningar í Listasafni Íslands Í september kom út ný og vönduð bók um Valtý Pétursson listmálara. Þar er að finna grein mína "Um listarinnar höf. Siglingar í lífi og list Valtýs Pétursson". Bókin er gefin út af Listasafni Íslands í samvinnu við Listaverkasafn Valtýs Péturssonar.

Sunday, July 31, 2016

Nálgun

Samsýningin Nálgun verður opnuð í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17 (gengið inn hafnarmegin), fimmtudaginn 28. júlí kl. 17. Þar sýna saman þær Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Jóa, Hulda Hrönn Ágústsdóttir og Ragnheiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir.

Sýningin hverfist um efnisleika og ásýnd hluta er tengjast mismunandi rýmum og stöðum. Verk listamannanna spanna ólíkar aðferðir og miðla en til sýnis verða meðal annars teikningar, olíumálverk, ljósmyndir og skúlptúrar. Heiti sýningarinnar, Nálgun, vísar til þess hvernig einstaklingurinn nálgast listsköpun sína og fyrirhugaða sýningu, en einnig til samtalsins við aðra sýnendur og sýningarrýmið – og til þess gjörnings sem samsýning felur í sér.


Sýningin verður opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18 frá 28. júlí til 14. ágúst 2016. Aðgangur er ókeypis.

Sjá umfjöllun í Fbl. 27/7 '16: 


Tuesday, May 31, 2016

Brjóstdropar

Samsýningin Brjóstdropar verður opnuð í Nesstofu, Seltjarnarnesi, föstudaginn 3. júní kl. 18. Þar sýna saman þær Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir. 

Sýningunni er ætlað að hverfast um hið sérstæða hús Nesstofu, sögu þess og náttúrulegt umhverfi. Heiti sýningarinnar, Brjóstdropar, vísar í heilnæmt sjávarloftið og andrúm lækningameðala og aðhlynningar sem umlykur húsið. Þá er skírskotað til þeirrar andlegu næringar og hollustu sem sækja má til listarinnar og sýningarhópurinn – hópur kvenna – vonast til að blása öðrum í brjóst með sýningunni.

Rekstur sýningarinnar er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands og Seltjarnarnesbæjar. Nesstofa verður opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17 á sýningartímabilinu frá 3. júní til 31. ágúst 2016.

Monday, May 9, 2016

Grein um Dieter Roth

Á dögunum kom út 3. bindi ritsins A Cultural History of the Avant-Garde in the Nordic Countries 1950-1975. Þar er m.a. að finna grein mína um Dieter Roth, "Exile, Correspondence, Rebellion. Tracing the Interactive Relationship between Iceland and Dieter Roth", sjá fréttatilkynningu: http://www.brill.com/products/book/cultural-history-avant-garde-nordic-countries-1950-1975.

Sýnishorn: http://booksandjournals.brillonline.com/content/books/b9789004310506s025

Monday, September 28, 2015

Kvennatími í Morgunblaðinu

Viðtal við sýningarstjóra um Kvennatíma í Morgunblaðinu 11. september 2015:
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1567230/?t=948611934&_t=1443439693.16

Viðtal við sýningarstjóra um Kvennatíma í Fréttablaðinu 15. september 2015:
http://www.visir.is/konur-her-og-nu-i-30-ar/article/2015150919292